Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Lánshæfismat ríkissjóðs lækkað
Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA- frá AA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.
Einkunnir fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt A-1 og íslenskum krónum A-1+ voru staðfestar.
T&C matið hefur einnig verið lækkað í AA úr AA+ og eru horfur fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs neikvæðar.
Standard & Poor's tilkynnti 1. apríl, að lánshæfiseinkunnir ríkisins, Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs, hefðu verið teknar til athugunar, einkum vegna skorts á upplýsingum um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að takast á við aukin efnahagsleg viðfangsefni. Þau verkefni komi að mestu til vegna þrýstings í tengslum við lánsfjármögnun Íslands í erlendum gjaldmiðli sem gæti leitt til beins opinbers stuðnings við þrjá stærstu bankana.
Það eru slæmar fréttir,að lánshæfismat ríkissjóðs skuli hafa verið lækkað. Það getur haft áhrif á lánskjör ríkissjóðs,ef ríkið þarf að taka lán erlendis til þess að auka við gjaldeyrisvarasjóðinn. Hins vegar stendur ríkissjóður mjög sterkt,t.d. skuldar hann ekkert erlendis.
Björgvin Guðmundssin
Lánshæfiseinkunnir lækkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.