Lánshæfismat ríkissjóðs lækkað

Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA- frá AA.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Einkunnir fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt A-1 og íslenskum krónum A-1+ voru staðfestar.

T&C matið hefur einnig verið lækkað í AA úr AA+ og eru horfur fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs neikvæðar.

Standard & Poor's tilkynnti 1. apríl, að lánshæfiseinkunnir ríkisins, Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs, hefðu verið teknar til athugunar, einkum vegna skorts á upplýsingum um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að takast á við aukin efnahagsleg viðfangsefni. Þau verkefni komi að mestu til vegna þrýstings í tengslum við lánsfjármögnun Íslands í erlendum gjaldmiðli sem gæti leitt til beins opinbers stuðnings við þrjá stærstu bankana.

Það eru slæmar fréttir,að lánshæfismat ríkissjóðs skuli hafa verið lækkað. Það getur haft áhrif á lánskjör ríkissjóðs,ef ríkið þarf að taka lán erlendis  til þess að auka við gjaldeyrisvarasjóðinn. Hins vegar stendur ríkissjóður mjög sterkt,t.d. skuldar hann ekkert erlendis.

Björgvin Guðmundssin

 

 

 

 

 


mbl.is Lánshæfiseinkunnir lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband