Föstudagur, 18. apríl 2008
18000 skila ekki skattskýrslu
Um 18 þúsund manns skiluðu ekki skattskýrslu í fyrra. Á skattgrunnskrá á árinu 2007 voru um 253 þúsund manns og af þeim voru því um sjö prósent sem ekki skiluðu skattskýrslu. Það er óviðunandi að það séu svona margir sem ekki skila skattframtali, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Hlutfall framteljenda sem ekki skila skattframtali hefur hækkað frá því að vera um 3,5 prósent árið 1994 og upp í 7 prósent í fyrra. Þegar skattframtali er ekki skilað þarf að áætla skatt á viðkomandi. Skúli segir það alltaf vont að þurfa að áætla skatt á einstaklinga. Það skekkir allar hagstærðir. Innheimta áætlaðra skattskulda er líka alltaf erfiðari en ella og það má ekki gleyma því að þetta er lögbundin skylda. Það er líka mjög óþægilegt fyrir fólk að láta áætla á sig því yfirleitt er áætlað meira á það en tekjur þess eru og það kostar bara umstang og vandræði fyrir fólk, sérstaklega ef þetta eru launþegar því þá er haldið eftir skatti sem er kannski óþarflega hár vegna þess að fólk hefur ekki skilað framtali.
Það er alvarlegt mál að skila ekki skattskýrslu. Ef svo er áætla skattyfirvöld tekjur viðkomandi og skatt hans.Hafa margir fengið háan skatt áætlaðan og verið í erfiðleikum með að fá hann felldan niður eða lækkaðan.Að vísu hefur ríkisskattstjóri verið að gera því skóna,að unnt verði fljótlega að fella framtöl niður með öllu.Það sem helst stendur í veginum eru fjármagnstekjur. Bankarnir vilja ekki gefa upp inneignir manna í bönkum og skattyfirvöld hafa ekki fundið leið til þess að skattleggja fjármagnstekjur án framtals .
Björgvin Guðmundsson
18.000 skattskussar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.