Íhaldið ráðgerir að gera Landspítalann að hlutafélagi !

Íhaldið hefur nú kastað grímunni varðandi rekstur Landspítalans. Björn Zoega annar starfandi forstjóri spítalans og Vilhjálmur Egilsson formaður nefndar um spítalann segja,að vel komi til greina að breyta Landspítalanum í opinbert hlutafélag.

Vel kemur til greina að gera Landspítalann að opinberu hlutafélagi. Þetta er mat Björns Zoëga, annars starfandi forstjóra spítalans. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndar um Landspítalann, segir slíkt rekstarform geta aukið sveigjanleika í rekstri. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV. 

 Nokkurs óróa gætir meðal starfsmanna Landspítalans vegna óvissu um framtíð hans en nefnd sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra skipaði í október til að skoða rekstur Landspítalans gaumgæfilega mun skila niðurstöðum sínum í júní.

Vilhjálmur Egilsson segir að skoðað verði hvort gera eigi Landspítalann að opinberu hlutafélagi en að nefndin hafi ekki tekið ákvörðun um neitt enn. Hann viti hins vegar til þess að vilji sé til þess hjá mörgum innan spítalans að svo verði og að reynsla frá Noregi sé góð. Verði Landspítalinn gerður að opinberu hlutafélagi gæti það aukið sveigjanleika í rekstri.

Ég sé ekki að það þurfi að breyta spítalanum  í hlutafélag til þess að auka sveigjanleika í rekstri. Ráðherra getur gefið forstjóra aukið vald og hætt að skipta sér af daglegum rekstri og þá gæti forstjóri haft frjálsari  hendur með rekstur,en fram til þessa hefur verið farið öfugt að.Sett var stjórnarefnd yfir forstjóra til þess að gera reksturinn þyngri í vöfum.

Ef breyta á Landspítalanum í hlutafélag,þó opinbert sé,er það fyrsta skrefið í því að einkavæða spítalann. Þannig var þetta t.d. með Símann. Hann var fyrst hlutafélag og síðan seldur.Ég trúi því ekki að Samfylkingin samþykki þetta.,

Björgvin  Guðmundsson

 


mbl.is Landspítalinn opinbert hlutafélag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband