Mánudagur, 21. apríl 2008
Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankans
Í nýrri könnun Fréttablaðsins sögðut 51,8% þeirra sem tóku afstöðu bera lítið eða mjög lítið traust til Seðlabankans. 31,9% sögðust bera nokkurt traust til bankans en 16,3 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til hans.
Blaðið segir að í könnuninni hafi kjósendur Sjálfstæðisflokksins sagst bera mest traust til Seðlabankans, en 36,8% þeirra bera mikið eða mjög mikið traust til hans. Minnst traust á Seðlabankanum er meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, en tveir þriðju þeirra segjast bera lítið eða mjög lítið traust til bankans. Um sextíu prósent kjósenda Samfylkingar, Vinstri grænna og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk sögðust vera sama sinnis. Þá segist þriðjungur framsóknarfólks bera lítið eða mjög lítið traust til bankans og fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Þessi k0nnun kemur ekki á óvart. Seððlabankinn hefur verið mikið til umræðu undanfarið vegna þess að bankanum hefur mistekist baráttan við verðbólguna og menn telja,að bankinn hafi sofið á verðinum. Hann hefði átt fyrir löngu að vera búinn að auka gjaldeyrisvarasjóð sinn og hann hefði átt að stöðva gegndarlausar erlendar lántökur viðskiptabankanna.
Björgvin Guðmundssoin
Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.