Laugardagur, 26. apríl 2008
Ingibjörg Sólrún i Svalbarða í gær
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra,sýndi á sér nýja hlið í gær,er hún kom fram í Svalbarða,nýjum sjónvarpsþætti Þorsteins Guðmundssonar.Það var létt yfir henni,hún hló og skemmti sér og hafði gaman af viðtali Þorsteins og nýjum sjónvarpsþætti hans.Þorsteinn tók ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu í léttum dúr. Hann ræddi m.a. öll ferðalög hennar og hvort þau væru nauðsynleg. Ingibjörg Sólrún svaraði þeirri spurningu vel og rökstuddi skilmerkilega hvers vegna nauðsynlegt væri fyrir utanríkisráðherrann þyrfti að fara í öll þessi ferðalög. Þáttur Þorsteins,Svalbarði,er nýstárlegur. Þetta er sæmilegur þáttur,Þorsteinn er sjálfur mjög skemmtilegur,mikill húmoristi og góður leikari.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.