Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Samræmd próf í grunnskólum byrjuð
Samræmd próf í 10. bekk grunnskóla landsins hófust í morgun og var fyrsta prófið í íslensku. Alls eru prófin sex talsins, en auk íslensku er prófað í ensku, náttúrufræði, samfélagsfræði, dönsku og stærðfræði. Síðasta prófið fer fram 8. maí nk. Alls taka 4000 nemendur prófið.
Það er alltaf mikill viðburður þegar samræmdu prófin í grunnskólum byrja. Prófin reyna á hvern og einn nemanda.Á þessum tíma er farið að sumra,sól skín og hlýindi aukast. Það er því freistandi fyrir krakkana að vera úti í góða veðrinu en þau verða flest hver að neita sér um það og lesa fremur undir próf.
Björgvin Guðmundsson
Samræmdu prófin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var að koma úr íslenskuprófinu sem mér fannst einstaklega auðvelt. Ég lærði samt ekkert fyrir það.
Halli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.