Allt í hnút á Landspítalanum

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum á Landsspítala segjast ekki sjá sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að fresta uppsögnum, sem taka eiga gildi 1. maí. Þetta var ákveðið á fundi hjúkrunarfræðinga nú síðdegis. Ekki hafa fengist viðbrögð frá stjórnendum sjúkrahússins enn.

„Ekkert hefur komið fram sem bendir til samningsvilja yfirmanna um að hvikað verði frá fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi. Við vísum ábyrgð á því ástandi sem kann að skapast á hendur yfirmanna og heilbrigðisráðherra um leið lýsum við vantrausti á yfirstjórn LSH.

Skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar sjá sér ekki fært að halda áfram störfum undir þessum kringumstæðum þar sem við teljum að eingöngu sé verið að fresta vandamálinu til 1. október," segir í yfirlýsingunni, sem var lesin upp á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Reykjavík nú síðdegis.

Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær, að fresta til 1. október breytingum á vaktakerfi, sem áttu að taka gildi 1. maí.  Anna Stefánsdóttur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, sögðu á blaðamannafundi í gær, að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hagsmuni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyrirkomulagið samrýmdist þeim kröfum sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Björn sagði að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist.

Það eru mikil vonbrigði ,að hjúkrunarfræðingar skyldu ekki  treysta sér til þess að fallast á frest til hausts.En þeir segja,að ekki sé meiningin að nota tímann til þess að koma til móts við starfsfólkið heldur sé einungis meiningin að  fresta gildistöku nýja vaktafyrirkomulagsins. Það er því skiljanlegt að starfsfólkið hafi ekki treyst sér til þess að fallast á frestinn.En það er óskiljanlegt hvernig yfirstjórn spítalans hefur getað komið öllum málum þar í jafn mikinn hnút og raun ber vitni. Fyrst er forstjórinn flæmdur burtu og síðan hætta 100 hjúkrunarfræðingar störfum.Hvað er að  gerast? Það er of seint að bjóða frest á nýju vaktafyrirkomulagi 2 dögum áður en það átti að taka gildi. Það átti að bjóða frest fyrir mörgum vikum.Það er klaufalega að málum staðið.

 

Björgvin  Guðmundsson


 

Fara til baka 


mbl.is Uppsagnirnar standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband