Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Neyðaráætlun á Landspítala
Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra við Morgunblaðið eftir fund sem boðað var til seint í gærkvöldi með stjórnendum spítalanna á Akranesi, Selfossi, í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Á fundinum var rædd aðkoma spítalanna og samvinna við lausn á þeim mikla vanda sem fyrirsjáanlegur er á Landspítalanum þegar uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga taka gildi 1. maí. Á fundinum voru einnig rædd viðbrögð við boðuðum aðgerðum geislafræðinga, að sögn ráðherra.
Gripið verður til viðbragðsáætlunar sem verður nánar skipulögð í dag og á morgun. Lýstu forsvarsmenn spítalanna allir vilja sínum til að koma að áætluninni í góðu samstarfi við sitt starfsfólk. Einnig verður haft samstarf við sjúkrahúsið á Akureyri, sagði Guðlaugur Þór.
Áætlunin felur í sér að hægt verður að viðhalda lágmarksbráðaþjónustu á Landspítala, þ. á m. gera keisaraskurði og skurðaðgerðir vegna krabbameins, en öðrum aðgerðum verður vísað til samstarfsspítalanna eins og unnt er.
Mbl. segir í leiðara í dag,að það sem sé að á Landspítalanum sé samskiptavandi. Það sé ekki lengur unnt að' stjórna starfsfólki með boðvaldi. Það þarf samstarf og samvinnu. Ég er sammmála Mbl. Það verður að koma á samstarfi og samvinnu á ný. Það hefur orðið alveg trúnaðarbrestur oig getur orðið erfitt að vinna trauast starfsfólksins á ný.
Björgvin Guðmundsson
Neyðaráætlun með öðrum spítölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er heldur seint í rassinn gripið hjá Guðlaugi Þór og ráðamönnum LSH að ræða um samstarf og samvinnu. Eins og stjórnunarhættirnir hafa verið innan spítalans undanfarna mánuði (og ár) kemur mér allt til hugar annað en samstarf og samvinna - en það er önnur saga! Þeir hefðu betur látið sér detta það í hug fyrir svona sirka 1-3 mánuðum síðan að ræða við okkur (skurð- og svæfingahj.fr.) um samstarf og samvinnu í stað þess að beita okkur kúgun, blekkingum og ósanngirni.
Kveðja,
Erla Björk Birgisdóttir, 30.4.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.