Laugardagur, 3. maí 2008
Spáir rýrnun kaupmáttar
Það skiptir máli að fólk geti losað eignir og að það sé hægt að eiga viðskipti á þessum markaði, sagði Ásgeir, sem taldi raunlækkun fasteignaverðs geta orðið meiri en þau 14% sem bankinn spáði yrði verðbólgan viðvarandi.
Ásgeir sagði að miðað við núverandi ástand væri það ábyrgðarleysi að ráðleggja tekjulágu fólki að taka 90% fasteignalán. Enginn mannlegur máttur gæti komið í veg fyrir kaupmáttarrýrnun almennings næstu tvö árin.Ásgeir spáir því ,að kaupmáttur rýrni næstu 2 árin.
Þetta er ljót spá en ekki mikið frábrugðin því,sem aðrir hagfræðingar spá.Allir sérfræðingar eru sammála um að samdráttur í efnahagslífinu sé hafinn og lífskjör muni rýrna og fasteignaverð lækka. Það er almenningur sem neitar að trúa þessu og eyðir jafnmikið og áður.
Björgvin Guðmundsson
Kaupmáttur rýrnar í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.