NATO geri úttekt á nauðsynlegum varnarviðbúnaði Íslands

Franskar Mirage-herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) lenda á Íslandi um ellefu leytið í dag til að standa vaktina við strendur landsins. Þær munu hafa eftirlit með flugi langdrægra rússneskra herflugvéla í grennd við íslenska lofthelgi.

Þetta er í fyrsta sinn að herþotur frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eru á vakt hér við land. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, talskonu utanríkisráðuneytisins, verða Frakkarnir hér í um sex vikur, sem sé í lengra lagi. Þá sé í haust von á herþotum frá Kanada. Ennfremur stendur til að kynna frekar hvernig að eftirlitinu verður staðið.

Ég er mjög lítið hrifinn af þessu  æfingaflugi NATO ríkja við Ísland. Mér finnst þetta að mestu  sýndarmennska. Þó  erlendar herflugvélar fljúgi  æfingaflug við Ísland í stuttan tíma nokkrum sinnum á ári  tryggir það ekki varnir Íslands.Þetta er táknrænt flug. Það sem þarf að gera er að láta NATO gera úttekt á því hvernig best sé að tryggja varnir Íslands,hvort hér þarf að vera  varnarlið frá NATO eða hvort nægilegt er að vissar NATO þjóðir séu í viðbragðsstöðu og geti sent hingað lið með stuttum fyrurvara.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Frönsku herþoturnar lenda um 11 leytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Íslendingar erum vart í nokkurri stöðu til að krefja bandalagsþjóðir okkar um hersveitir til að verja okkur sérstaklega.

Ábyrgðin á öryggi þjóðarinnar er í höndum íslenskra stjórnvalda en ekki ríkja Atlantshafsbandalagsins. Ef hér þarf að vera varnarlið þá þarf það að vera íslenskt.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Trygging Íslands felst mest í þeirri staðreynd að við erum á eyju og hefur ákveðin fælingarmátt þess vegna. Ameríski herinn varð þarflaus þegar herflugvélr og risakafbátar USA voru orðnar nógu þróaðar hernaaðarlega séð fyrir utan að stríðsrekstur USA er farin að hafa áhrif á allt efnahagslíf í heiminum í dag. 

Svo það var kannski sparnaður sem gerði það að verkum að herinn fór. Það er fullt af öðru samstarfi sem gerir það nauðsynlegt  að vera með í NATO. USA og herlönd taka sínar eigin ákvarðanir og Ísland verður aldrei spurt um eitt eða neitt og munu aldrei geta haft nein áhrif.

Sumir samningar um hermál og varnarmál við Íslendinga eru sýndarmennska nákvæmlega eins og þetta flug er. Við munum ekki ráða miklu um herbrölt nokkursstaðar í veröldinni. Hvað ættu rússneskar herflugvélar svo sem að gera til með þessu flugi sínu? Ekki neitt.

Rússar eiga ekki peninga til að fara í nein stríð og USA er að verða blankt. Mér finns allt í lagi að vita af einhverjum hermönnum langt í burtu sem geta komið með stuttum fyrirvara ef einhverju andi langaði til að eignast þessa eyju.

Óskar Arnórsson, 5.5.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband