Ríkið gefur auðmönnum eftir 60 milljarða í sköttum!

Kristinn Gunnarsson þingmaður frjálslyndra var í Silfri Egils í gær og skýrði frá þvíað ríkið ætlaði að gefa auðmönnum 60 milljarða með því að gefa eftir söluhagnað af hlutabréfum. Kristinn sagði:

Endanlega hefur verið afgreitt sem lög frumvarp frá fjármálaráðherra um breytingu á lögum um tekjuskatt sem fellir niður allar hugsanlega skattgreiðslur af 336 milljarða króna hagnaði af sölu hlutabréfa á árinu 2006. Sá skattur er 18% og getur numið um 60 milljörðum króna. Söluhagnaðurinn hefur verið talinn fram í reikningum fyrirtækjanna en beitt ákvæði laganna sem heimilar frestun á skattgreiðslum um tvenn áramót. Fresturinn rennur út um næstu áramót, í árslok 2008 og að öllu óbreyttu verða fyrirtækin að greiða skattinn við álagningu næsta árs.

Kristinn lýsti andstöðu sinni við þessa skatteftirgjöf og ég er sammála honum. Það er forkastalegt að á sama tíma og launafólk og eldri borgarar eru skattpíndir skuli auðmenn fá skatteftirgjafir svo tugum milljarða skiptir.Rökin eru alltaf þau,að  ef ekki verði tekið með silkihönskum í skattamálum á stórfyrirtækjum og auðmönnum fari þeir úr landi. Sú röksemd gengur ekki upp. Það verða allir að boirga til samfélagsins,ekki bara launafólk.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband