Skattar á láglaunafólki og barnafólki eru of háir

Nýlega kom  út skýrsla um skattamál hjá OECD. Þar kemur fram, að skattar hér á landi hafa hækkað á láglaunafólki og barnafólki en lækkað  á þeim hæst launuðu.Hlutfall skatta hækkaði hjá  barnafólki á árunum 2000 til 2006 sem er þveröfugt við þróun í flestum ríkjum OECD. Þetta kemur skýrt fram í  hinni nýju skýrslu stofnunarinnar.Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ sagði skýrsluna áfellisdóm yfir fyrri skattstefnu stjórnvalda og segir hana endurspegla að skattaumbætur á umræddum árum hafi ekki gagnast láglaunafólki.

 

Um þetta atriði var deilt fyrir fáum árum en þá hélt Stefán Ólafsson prófessor því einmitt fram, að skattar hefðu hækkað á þeim lægst launuðu hér en  lækkað á þeim hæst launuðu. Fjármálaráðherra mótmælti þessu þá. En nú er sem sagt kominn úrskurður um þetta deilumál frá OECD. Stefán Ólafsson hafði á réttu að standa. Áður hafði komið fram hjá OECD, að heildarskattbyrðin hefði aukist  á Íslandi miðað við Evrópumeðaltal.
Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin  hér úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Á tímabilinu 1994 til 2004 hækkuðu skattar á þeim lægst launuðu um  14-15 prósentustig.En á þeim hæst launuðu lækkuðu þeir um 3,3 prósentustig. Á eldri borgurum hækkuðu skattar mjög mikið á sama tímabili eða á 66-70  ára um 9,1%stig, á 71-75 ára um 13,1%stig og á 76 ára og eldri hafa skattar hækkað um 13,8%stig .En á sama tíma lækkuðu skattar á þeim hæst launuðu sem fyrr segir! 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband