Miðvikudagur, 21. maí 2008
Erlent grænmeti selt sem íslenskt!
Íslenskir grænmetissalar selja útlenskt grænmeti með merkingunni "íslensk framleiðsla." Þetta fullyrðir Árni Johnsen alþingismaður. Hann segir stóra birgja blekkja neytendur. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið alvarlegt ef rétt reynist. Hann mun láta þar til bærar stofnanir kanna málið.
Grænmetið sem um ræðir er flutt inn frá fjarlægum löndum, innflytjendur skola það með íslensku vatni, því er pakkað í nýjar umbúðir og merkt "íslensk framleiðsla". Þetta kom fram í máli Árna Johnsen á Alþingi í dag.
Mál það,sem Árni Johnsen hreyfði á alþingi í dag. er stóralvarlegt. Það gengur ekki að erlent grænmeti sé selt sem íslenskt. Það verður að stöðva þessi svik þegar í stað.Það er ekki nóg að umpakka erlendu grænmeti í aðrar umbúðir og merkja á íslensku til þess að það teljist
islenskt. Ef einhver glufa er í íslenskum lögum eða reglum sem gerir slíkt mögulegt verður að loka þeirri glufu strax og stöðva slíkan ósóma.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála.
Skákfélagið Goðinn, 21.5.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.