Ríkisstarfsmenn semja

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Útvarps, að hann gerði sér von um að samningar myndu nást við ríkið í kvöld. Verið er að ræða um samning til 11 mánaða og um krónutöluhækkanir til allra. Gert er ráð fyrir að laun ríkisstarfsmanna, sem BSRB semur fyrir, hækki um 20.300 krónur á mánuði og samningurinn verði afturvirkur til 1. maí.

Samningafundur hefur staðið yfir í dag og Ögmundur sagði að samningar væru ekki í höfn enn.

Hann sagði að í dag hefði aðallega verið rætt um samningstíma og upphæð launahækkana. Einnig hefði verið rætt um kröfu BSRB um sérstaka umbun umönnunarstétta, sem Ögmundur sagði nú ljóst að myndi ekki nást fram í þessum samningum.

Vonandi nást samningar.Þeir samningar sem rætt er um virðast á svipuðum nótum og samningar ASÍ og SA.BSRB  vill ekki semja til langs tíma vegna mikillar verðbólgu.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vongóður um að samningar náist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband