BRSB fékk 20.300 kr hækkun en aldraðir 9.400 kr.!

Gengið var undir miðnættið frá samningi aðildarfélaga BSRB, sem áttu lausa samninga við ríkið 1. maí sl., við samninganefnd ríkisins.  Gert var
ráð fyrir að Starfsgreinasambandið skrifaði einnig undir kjarasamning við ríkið innan skamms.  

 

Ég er mjög ánægður að samkomulag skuli vera í höfn,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í kvöld í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel hagsmunum félaga í BSRB vel borgið með því að gera skammtímasamning um krónutöluhækkun á laun við þessar aðstæður. Þó að samningurinn sé til skamms tíma eyðir þetta óvissu."

Samningur BSRB gildir frá 1. maí sl. til loka mars á næsta ári. Samið var til skamms tíma eða til loka mars á næsta ári. Samið var um 20.300 króna hækkun allra launataxta og einnig var samið um hækkun greiðslu ríkisins í styrkarsjóði BSRB um 0,2 prósentur, úr 0,55% í 0,75% um næstu áramót. Þá er í samningnum gengið frá ýmsum öðrum réttindamálum. Meðal annarra atriða sem samið var um er að desemberuppbótin hækkar úr 41.800 í 44.100 krónur.

Það er fagnaðarefni,að þessir samningar skuli hafa náðst. En þó harma ég,að umönnunarstéttirnar skyldu ekki fá sérstaka leiðréttingu.Ég vek  athygli á því,að kauphækkun opinberra starfsmanna er 20.300 kr. á mánuði en aldraðir og öryrkjar fengu 9.400 kr. hækkun á mánuði. Það verður alltaf betur og betur ljóst  hvers lags smánarbætur það voru sem öldruðum og öryrkjum voru skammtaðar.Allt bendir til þess að skorið hafi verið af réttlátum uppbótum til lífeyrisþega til þess síðan að láta þá fá einhverja hækkun síðar og segja,að ríkið væri þá að láta þessa hópa fá hækkun: Semt sagt taka af   nú og afhenda síðar.Þetta eru vinnubrögð sem lífeyrisþegar geta ekki látið bjóða sér. Þeir eiga rétt á sömu hækkun og launþegar frá 1.feb sl. Það sem kann að koma síðar eru viðbótarleiðréttingar.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Samningar gerðir við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona eykst misréttið.

Hvernig væri að krefjast þess að tekjuskattur einsstaklinga og útsvar megi aldrei verða hærri samanlagt en sem nemur fjármagnstekjuskatti sem nú er 10%?

Í dag eru milli 30 og 40 þúsund lögaðilar, sem sé ekki einstaklingar í skilningi skattalaga sem telja árlega fram sem einkahlutafélög og greiða þannig fjármagnstekjuskatt af tekjum sínum? Ljóst er að núverandi skattalög beinlínis hvetja tekjuháa einstaklinga að stofna til fyrirtækis um rekstur jafnvel einhvers tittlingaskít en megintilgangurinn er að greiða lægri skattinn.

Það er með öllu ósættanlegt í frjálsu lýðræðisríki að krafist sé venjulegs tekjuskatts af lífeyrirstekjum sem oft eru fremur lágar. Ef skattleggja á þennan tekjustofn er eðlilegt að af honum sé greiddur fjármagnstekjuskattur enda er uppruni ávöxtunar lífeyrissjóða fjármagnstekjur en ekki af atvinnustarfsemi af neinu tagi.

Vonandi þurfa eldri borgaranir ekki að fara út í byltingu til að leiðrétta ranglætið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.5.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband