Mánudagur, 26. maí 2008
40 ára afmæli hægri umferðar
Horfið var aftur til vinstri umferðar eitt andartak í Reykjavík eftir hádegið í dag, þegar sviðsettur var sá sögulegi atburður er skipt var í hægri umferð á Íslandi fyrir 40 árum. Bíl var ekið af vinstri akrein yfir á þá hægri, líkt og fyrst var gert að morgni 26. maí 1968.
Akreinaskiptin voru sviðsett á sama stað og þau fóru fram fyrir 40 árum, og undir stýri á gömlum Rambler var Valgarð Briem, sem ók þá fyrstur yfir á hægri akrein. Við hlið hans nú sat Kristján Möller samgönguráðherra, og í nýtísku tvinnbíl á eftir þeim kom Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Það var Umferðarráð sem stóð að sviðsetningunni í dag, og að henni lokinn var efnt til hátíðarsamkomu í lestrarsal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu, þar sem Kristján flutti stefnuræðu sína í umferðaröryggismálum.
Það verður að segjast eins og er,að breytingin yfir í hægri umferð fyrir 40 árum tókst sérstaklega vel.Hygg,að það hafi verið vegna þess að undirbúningur var góður og kynning þar á meðal góð.Nú er engu líkara en hægri umferð hafi alltaf verið við lýði hér.
Björgvin Guðmundsson
Sögulegur atburður endurtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Framtíðarökutæki þétbýlis var svo aftast í lestinni á myndbandinu sem og í 1968 að mér skilst. En þá tala ég auðvitað um reiðhjólið sem framtíðarökutækið.
Morten Lange, 26.5.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.