VG vill innkalla veiðiheimildir

Vinstri grænir leggja það til að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt í kjölfar niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að fiskveiðistjórnkerfi Íslendinga brjóti í bága við mannréttindasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Íslendingar eru aðilar að.

VG vilja að stjórnvöld fullvissi mannréttindanefndina um að niðurstaða hennar verði tekin alvarlega. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um sjávarútvegsmál sem unnar voru í samráði við stjórn og þingflokk.

VG leggur til að íslensk stjórnvöld hefji þegar undirbúning að nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni að gera það mögulegt að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöfum.

Til að flýta fyrir og hefja þegar aðlögun að framtíðarskipan mála munu stjórnvöld tryggja með lögum að unnt verði frá og með næsta fiskveiðiári að halda eftir hluta þeirra aflaheimilda sem leigðar eru innan ársins (t.d. 5%), þegar til endurúthlutunar kemur að ári.

Ég fagna þessum tillögum VG. Þær eru mjög samhljóða tillögum fiskveiðinefndar Samfylkingarinnar.Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim reiðir af á alþingi. Frjálslyndir munu væntanlega styðja þær en spurning er með Framsókn. Samfylkingin lendir í erfiðleikum með að taka afstöðu til tillagnanna. Ef Samfylkingin styður tillögurnar gæti það þýtt stjórnarslit, nema Sjálfstæðisflokkurinn breyti um afstöðu vegna álits Mannréttindanefndar Sþ.. En tillögurnar eru samhljóða stefnu Samfylkingarinnar. Ég tel,að Samfylkingin verði að styðja tillögurnar.

 

Björgvin  Guðmundsson

 


mbl.is VG vilja breyta lögum um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Og geri hvað við heimildirnar?

Kolgrima, 26.5.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Innkalla segirðu? Þú meinar að þú viljir þjóðnýta kvótann, kvóta sem að aðilar í sjávarútvegi hafa í mörgum tilfellum keypt. Þannig ertu að taka í burtu eignir, fjármuni frá þessum aðilum, hvort sem að um er að ræða trillukall eða stórútgerð. Þetta er svo sem alveg hægt, að taka eignir frá fólki eða fyrirtækjum. Þetta er oft gert eins og til dæmis þegar byggðar eru virkjanir, lagðir vegir eða byggð hús...en þá verður náttúrulega að koma í staðinn bætur fyrir þann skaða sem að eigandi eignarinnar verður fyrir. Eða ætlaður þú bara að taka kvótann af þeim eins og ekkert væri sjálfsagðara?

Auðvitað gæti ríkið bara keypt kvótann til baka. En það myndi þá kosta ríkið óhemju mikla fjármuni og þann reikning er ég ekki tilbúinn til þess að greiða sem skattgreiðandi í þessu landi. Ef þú ætlar bara að taka hann í burtu frá þeim sem að hafa keypt hann þá er það ekkert annað en sósíalísk þjóðnýting, og þá yrði ríkið þá bara dæmt til þess að greiða bætur því að svoleiðis gjörningur stangast án ef á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Jóhann Pétur Pétursson, 26.5.2008 kl. 20:01

3 identicon

Jóhann Pétur, upprunalega vitleysan var að byrja að selja kvóta í upphafi, aflaheimild, já heimild var það gæskan, þegar menn fara að kaupa heimildir, þá er það áhættufjárfesting að því leiti að heimildir er hægt að afturkalla. Verðið ætti að vera eftir því, en ekki eins og um fasteign væri að ræða. Mér finnst framtak VG frábært, þetta snýst ekkert um sósíalíska þjóðnýtingu eins og þú vilt nefna þetta, þetta snýst bara um náttúruauðlindir sem eru eign þjóðarinnar, og þjóðin á að ráðstafa sinni eign.

Hvernig finnst þér að grænlendingar eigi að fara með væntanlegan olíuauð sinn, á hann að verða eign þeirra sem bora fyrstir, þeirra sem dæla mestu olíu upp, þeirra sem eru inn-undir hjá ríkistjórninni, þeirra sem múta mest, þeirra sem eiga mesta peninga eða kannski bara eign þjóðarinnar?

Ættu þeir að innleiða dælukvóta, og svo þeir sem dæla mest geti farið að selja öðrum dælurétt fyrir stórfé?

Verða svo rökin þau að að sé ekki hægt að kippa fótunum undan greyjunum, sem borguðu svona líka mikið fyrir dæluréttinn, og eru búnir að kaupa svo mikið af dælubúnaði, að þeir séu einhver fórnarlömb?

Við sem höfum alist upp við þessi ósköp erum kannski ekki dómbær á hvað er rétt og hvað er misrétti í þessu máli, svo það þarf kannski utanaðkomandi aðila til að upplýsa okkur.... Mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna? Já, ég held bara að ég treysti því að þeir geti metið málið á hlutlausann hátt og sagt okkur til.

Gunnar H K

Gunnar H. Konráðsson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Jón V Viðarsson

það voru útgerðaplássin sem störtuðu þessu á sínum tíma. Þau voru skuldsett upp fyrir haus og eina leiðin til að fá pening var að selja bæði skip og kvóta. Þannig var þeim bjargað fyrir horn. Hvenig var ekki með Gugguna á Ísafyrði, jú hún var seld úr plássinu með kvóta og öllu. Síðan komu menn kolli af kolli og seldu hvor öðrum kvóta og úreltu bátana, þeir sem hafa selt sinn kvóta lifa góðu lífi í dag og eiga sand af seðlum. Svo nú eiga bara nokkrir aðilar allan kvótan sem þeir keyptu af þessum greyjum sem vilja núna fá aftur kvótan sinn. Úlfarnir sem eiga þetta í dag leygja kvótann til þeirra lamba sem vilja halda áfram að veiða kvótalausir á úreltum bátum. Ef það ætti að breita þessu kerfi þá þyrfti Ríkið að kaupa kvótann af stóru útgerðafélugunum og allir bátaeigendur sem seldu þeim útgerðum kvóta að borga hann til baka til Ríkisins. Þá fyrst yrði hægt að hefja breitingar eftir því sem peningarnir koma til baka.

Jón V Viðarsson, 27.5.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef fjölskyldubílnum er stolið og búið er að dæma í málinu, foreldrarnir eru með sitt hvorn lykilinn af bólnum sem þjófurinn var kannski búin að selja til 3ja aðila sem keypti í góðri trú, þarf einhver fund um það mál? Er bílnum ekki einfaldlega skilað til lögmæts eiganda?

Það er kannski tryggast að þjóðin fari að þinglýsa sameiginlegum eigum sínum, eins og sjálfu innlandinu, súrefninnu sem við öndum að okkur og vatninu í krönunum...

Jóhann Pétur talar um "sósíalíska þjóðnýtingu" og fer langt yfir markið. Að leggja niður kvótan og greiða þeim til baka sem eitthvað greiddu fyrir hann, að sjálfsögðu að frádregnum þeim hagnaði sem þeir hafa fengið út á að hafa fengið þessu óvæntu peningavöld upp í hendurnar.

Það er undarleg fiskveiðistjórnun að næstum gefa sérvöldum flokki manna "kvóta" sem síðan veðsetja kvótan í útlöndum mörg ár fram í tímann. Þó ég sé mjög lélegur í reikningi er spurningin frekar hversu mikið þurfa þeir sem eru skráðir fyrir kvóta í dag að borga mikið í skaðabætur þegar þeir skila kvótanum í því skyni að fiskveiði verði aftur sameig þjóðarinnar.

Engin af þessum s.k. kvóta eigendum er svo skyni skroppin að þeir hafi ekki vitað að þetta var allan tóma illa fengið fé, eign þjóðarinnar í heild og hvaða Ríkisstjórn sem er hefur aldrei haft löglegar heimildir að ráðstafa sameiginlegum eignum þjóðarinnar á þann hátt sem gerðist í byrjun.   

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 04:44

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Hefur nokkur ykkar lesið skýrslu mannréttinda nefndarinnar?  Einkum venga þess að hann var langt frá að vera einróma og ef farið verður að nota hann á kvótann þá verður líka að nota hann á jarðnæði og aðrar náttúruauðlindir því í upphafi var um sjálftekt að ræða.

Einar Þór Strand, 27.5.2008 kl. 09:25

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er ekki búið að dæma í þessu kvótamáli í Evrópudómstóli eða er ég að fara með einhverja vitleysu Einar Þór?

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 11:45

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Nei þetta hefur ekki farið fyrir hann svo ég viti, en mannréttinda nefnd SÞ klofnaði í raun í þessu máli í tvo mjög jafna hluta sem voru nokurnveginn þannig að 3ja heims ríkinn töldu þetta brot á mannréttindum en iðnríkin ekki.

Einar Þór Strand, 27.5.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband