Kveða þarf niður verðbólgudrauginn

„Verkefnið núna er að kveða niður verðbólgudrauginn og koma betra jafnvægi á efnahagsmál þjóðarinnar,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra meðal annars í eldhúsdagsumræðunum á þingi í gær. – Við þetta þyrfti samstöðu og samráð en þegar í harðbakkann slægi stæðu Íslendingar saman. Össur rakti einnig árangur og verkefni í velferðarmálum og nýja atvinnulífinu, og fjallaði sérstaklega um þáttaskil í umhverfismálum og nýja tíma í orkumálum nú þegar leysa þarf af hólmi olíu, kol og gas.

Aðrir talsmenn Samfylkingarinnar í umræðunum voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem talaði meðal annars um jafnréttismál og Einar Már Sigurðarson sem ræddi einkum um breytingarnar í skólunum .

Ræða Össurar var mjög þróttmikil og hann kom víða við.Hann ræddi mikið um  nýsköpun í atvinnulífinuifinu og umhverfismál. Hann sagði,að viðkvæm svæði í nattúrunni hefðu verið vernduð .Ekki yrðu gefin virkunarleyfi á viðkvæmum svæðum.

 

Björgvin Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband