Orkuauðlindirnar áfram sameign þjóðarinnar

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í Rauða þræðinum á Útvarpi Sögu íað orkufrumvarpið sem Alþingi samþykkti  sé mikilvægasta þingmál síðustu ára og með því sé tryggt að orkuauðlindirnar verði áfram sameign þjóðarinnar.  Í viðtalinu upplýsti Össur að erlend fyrirtæki t.d. á sviði stóriðju hefðu reynt að ásælast orkuauðlindirnar og viðrað þann möguleika hvort hægt væri að kaupa sig inn í orkuauðlindirnar, ein eða í félagi við aðra aðila.  Óvenju breið samstaða skapaðist á Alþingi um málið og greiddi enginn þingmaður atkvæði á móti.

Ég tek undir þetta með Össuri. Orkulögin eru gífurlega mikilvæg og munu væntanlega tryggja yfirráð opinberra aðila yfir íslenskum orkuauðlindum.Össur á þakkir skilið fyrir að koma þessu máli fram.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband