Kostnaður við Baugsmálið 1 milljarður?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Baugsmálsins þar sem fram kemur að hún telji bersýnilegt að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið.

Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar vegna málalykta í Hæstarétti í gær:

„Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu."

Talið er,að heildarkostnaður við Baugsmálið hafi verið 1 milljarður króna. Það er langt siðan ljóst var,að engar alvarlegar sakargiftir voru hér á ferð. Þegar héraðsdómur sýknaði sakborninga af flestum ákæruatriðum hefði ákæruvaldið átt að láta þar við sitja. Þá hefði mátt spara verulega fjármuni. En þaðtvar haldið  áfram að grafa og leita með litlum árangri.

  Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Rannsókn og ákæra ekki í samræmi við tilefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Björgvin.

Þetta mál er af stórpólitískum rótum runnið- bara innkoma Styrmis valdaforinga Mbl. samkvæmt upplýstum fréttum, staðfesta það. Ættartengslin og ráðning í lykilembætti  eru augljós tll stjórnunar þess sem til þarf,

Þetta er bara ömurlegt "þjóðríki" nú sem stendur- Útiloka þarf og minnka Sjálfstæðisflokkinn í þá veru að innganga í ESB verði sem fljótvirkust ,- það er allt að vinna...

Sævar Helgason, 7.6.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband