Miðvikudagur, 25. júní 2008
Krónan styrkist um 4%
Krónan styrktist um 4% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar er 161 stig en var 167,80 stig við opnun markaða. Veltan á millibankamarkaði nam 65,7 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengi Bandaríkjadals er 80,45 krónur, evran er 125,29 krónur og pundið er komið niður fyrir 160 krónur á ný. Er 158,25 krónur.
Styrking krónunnar í dag um 4% er næst mesta styrking hennar á einum degi frá því að flotgengisstefnan var tekin upp í mars 2001.
Það er merkilegt,að krónan skuli hafa styrkst svo mjög
í dag sem raun ber vitni.Engin leið er að spá fyrir um framvindu krónunnar. Flestir sérfræðingar telja þó,að gengislækkun krónunnar muni ekki nema að litlu leyti ganga til baka. Fyrir daginn í dag hafði krónan veikst um 39 % frá áramótum.
Björgvin Guðmundsson
Krónan styrktist um 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.