Fimmtudagur, 26. júní 2008
Enn eykst verðbólgan
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,89% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% sem jafngildir 25,1% verðbólgu á ári. En verðbólga án húsnæðisliðar mælist 29,4%.
Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið jafn mikil síðan í ágúst 1990 er hún mældist 14,2%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 275,9 stig og hækkaði um 0,84% frá maí, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.
Verð á bensíni og olíum hækkaði um 7,2% (vísitöluáhrif 0,35%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,4% (0,06%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,04% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,10%. Greidd húsaleiga hækkaði um 4,3% (0,10%). Þá hækkaði kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á húsnæði um 2,0% (0,10%).
12,7% verðbólga er mikið og ekkert bólar enn á því að hún minnki.Forsætisráðherra hefur sagt oftar en einu sinn,að verðbólgan muni ganga fljótt niður.Vonandi er,að það gangi eftir en ekki er ég of trúaður á það.Á meðan krónan fellur í verði og innfluttar vörur hækka í verði eykst verðbólgan.
Björgvin Guðmundsson
Verðbólga mælist 12,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.