Föstudagur, 27. júní 2008
Verkfall flugumferðarstjóra hafið
Enn er verið að funda hjá flugumferðarstjórum og viðsemjendum þeirra en fundurinn hófst klukkan 10 í gær. Verkfallsboðun stendur því enn og þýðir það að engar lendingar verða í Keflavík næstu fjóra tímana. Tvö flugtök verða leyfð á klukkustund. Allt innanlandsflug liggur niðri þar til klukkan ellefu fyrir utan sjúkra- og neyðarflug.
Ástandið er því óbreytt og fer allt fram samkvæmt viðbúnaðaráætlun í dag. Gert er ráð fyrir 7-11 sjúkra- og neyðarflugum í Keflavík í dag. Yfirflug yfir landinu verður óbreytt að minnsta kosti í dag en að öðru leyti má segja að allt annað flug sé lamað.
Ekkert verður flogið innanlands þá fjóra klukkutíma, sem verkfallið stendur hvern dag.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að félagið væri að skoða stöðuna og til hvaða ráðstafana yrði gripið. Hann nefndi sem dæmi að kæmi boðað verkfall á dag til framkvæmda eins og raun er orðin yrði ekkert flogið milli klukkan 7 og 11 fyrir hádegi. Á þeim tíma eru áætluð um 16 flug og megi gera ráð fyrir að um 500 farþegar séu bókaðir í þau.
Flugfélagið Ernir var einnig að skoða stöðuna. Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði að 6 áætlunarferðir væru áformaðar í dag og ljóst væri að mikil röskun yrði hjá félaginu. Hann taldi að félagið myndi geta klárað þessar ferðir þótt þær færðu fram á daginn.
Samkvæmt upplýsingum,sem birtar hafa verið um kjör flugumferðarstjóra virðast þeir hafa ágæt kjör. Þeir ættu því ekki að þurfa að fara í verkfall vegna bágra kjara. Þeir eru greinilega að nýta sér sterka aðstöðu sína til þess að stöðva allt flug og knýja fram enn betri kjör. Það leiðir hugann að því hvort svona stétt ætti að hafa verkfallsrétt.Það er alls ekki sjálfsgefið enda þótt margar fleiri stéttir,sem hafa sterka stöðu hafi verkfallsrétt. En verkfallsréttur er vandmeðfarinn og ekki má beita honum nema í algerri neyð og þegar kjörin eru slæm.
Björgvin Guðmmundsson.
Verkfall skollið á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.