Helmingur ljósmæðra á Landpítala segir upp

„Ég hef fengið nóg og sætti mig ekki lengur við þessi launakjör,“ segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum til fimm ára. Hún sagði starfi sínu lausu í gær til að þrýsta á um betri kjör og telur að meira en 50% ljósmæðra á spítalanum hafi sagt upp, en þar starfa um 100 ljósmæður. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sögðu 10 af 13 upp og allar þrjár á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Síðdegis í gær höfðu fjórar uppsagnir borist á Sjúkrahúsinu á Akranesi og eitthvað fleiri á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir að 10 af 13 ljósmæðrum á fæðingadeild og mæðravernd hafi sagt upp í gær. 

Anna Björnsdóttir, deildarstjóri kvennadeildar á Sjúkrahúsinu á Akranesi, segir að klukkan 16 í gær hafi fjórar af 10 ljósmæðrum sagt upp. Hún segir ljóst að verði uppsagnirnar að veruleika verði ekki hægt að halda deildinni gangandi lengur.

Það er eðlilegt að ljósmæður segir upp,þar eð kjör þeirra eru mjög léleg. Athyglisvert er,að það er hagsæðara fyrir ljósmæður að vinna sem hjúkrunarfræðingar þó þær séu menntaðar sem ljósmæður .Ríkisstjórnin hefur heitið því að draga úr launamun kynjannan og bæta kjör kvenna. Ljósmæður eru kvennastétt.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Margar uppsagnir hjá ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Smáleiðrétting. Allar ljósmæður læra hjúkrunarfræði fyrst....bæta svo við sig tveggja ára háskólanámi

Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég biðst afsökunar á ónákvæmni varðandi menntun ljósmæðra.En með því að ljósmæður eru menntaðar í hjúkrunarfræði einnig er þess meiri ástæða en ella til  þess að bæta kjör þeirra.

Kv. BG

Björgvin Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála því.....er ekki ljósmóðir sjálf

Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Edda Sveinsdóttir

Þetta er að sjálfsögðu til skammar! Ég er hjúkrunarfræðingur og vil gjarnan læra ljósmóðurfræði en dettur ekki til hugar að bæta við mig tveggja ára háskólanámi fyrir lægri laun en léleg hjúkrunarlaunin!

Vanvirðing við afar gefandi og skemmtilegt starf!

Edda Sveinsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband