Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Fyrsti áfangi afnáms stimpilgjalda kominn til framkvæmda
Frá og með gærdeginum sleppa þeir sem kaupa sína fyrstu fasteign við að greiða stimpilgjaldið af láninu því þá tóku gildi lög um afnám stimpilgjalda sem samþykkt voru á Alþingi í maílok á þessu ári. Er von á að fasteignamarkaðurinn glæðist eitthvað í kjölfarið þó að umdeilt sé hve mikil áhrifin verða.
Samkvæmt lögunum fá allir fyrstu íbúðarkaupendur stimpilgjöldin afnumin en ef annað hjóna hefur átt fasteign áður fellur aðeins helmingur gjaldsins niður. Þá er nóg að hafa aðeins átt hluta af fasteign til að missa réttinn.
Það er fagnaðarefni,að stimpilgjöld af fyrstu íbúð skuli nú hafa verið felld niður. Margt ungt fólk hefur beðið eftir þessu.En ríkisstjórnin hét því,að fella stimpilgjöldin niður með öllu,þe. af öllum íbúðarkaupum.Þetta er því aðeins fyrsti liður.Vonandi verður stipilgjaldið fljótlega fellt niður með öllu.
Björgvin Guðmundsson
Stimpilgjöldin afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.