Lokatilraun til þess að semja við hjúkrunarfræðinga

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun hitta samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins, sagði  skömmu fyrir fundinn að hún vonist til að fundurinn verði langur það sem það gefi þá til kynna að eitthvað sé að gerast á honum.

Hún sagðist ekki beint hafa vísbendingar um það að árangurs sé að vænta af fundinum en vonast til þess, enda sé að allra hagur að samningar náist sem fyrst.

„Við höfum varpað fram ýmsum möguleikum sem við vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við og svo hefur það einnig gerst frá því við áttum síðast fund með samninganefnd ríkisins, að ljósmæður hafa ákveðið að skrifa ekki udnir samning og læknar hafa hafið undirbúning að verkfallsaðgerðum í haust. Við vonumst til þess að þegar þetta kemur allt saman sjái ríkisvaldið að það þurfi eitthvað að gera í heilbrigðisgeiranum og jafnvel grípa til sértækra aðgerða varðandi kjör kvennastétta innan hans," sagði hún.  „Þannig að við skulum bara segja að þetta leggist frekar vel í okkur en hitt."(mbl.is)

 Vonandi nást  samniningar við hjúkrunarfræðinga,þar eð ef yfirvinnubanns kemur skapast neyðarástand.Það er full þörf á því að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Þau eru hvergi nærri nógu góð og mikill fjlöldi hefur flúið stéttina vegna slæmra kjara.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Vonast eftir löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband