Leysist deila við hjúkrunarfræðinga í dag?

Elsa B Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfæðinga, segir samninganefnd hjúkrunarfræðinga nokkuð bjartsýna á að samkomulag muni nást í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. „Viðræður gengu ágætlega í gær og nú þýðir ekkert annað en að halda áfram með þá vinnu,” sagði hún.

„Við höfum tekið þá stefnu að sitja ekki við langt fram á nótt heldur taka okkur heldur hlé. Við höfum því nýtt kvöldin og næturnar til að hugsa og síðan mætt endurnærð aftur að morgni.

Fundur hefur verið boðaður klukkan ellefu hjá sáttanefndum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins en Elsa segist ekki viss um að sú tímasetning standist þar sem fundur ljósmæðra hófst klukkan tíu og fundur hjúkrunarfræðinga getur ekki hafist fyrr en að honum loknum,. Hún segist þó gera ráð fyrir mun lengri fundi hjá hjúkrunarfæðingum en ljósmæðrum. „Nú bara sitjum við," sagði hún. „Jafnvel þótt það verði til fjögur á morgun." 

Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga mun taka gildi klukkan fjögur á morgun  náist samkomulag ekki fyrir þann tíma og segir Elsa ekki koma til greina að því verði frestað.(mbl.is)

Aðiilar eru nokkuð bjartsýnir á,að deilan leysist í dag. Vonandi gengur það eftir. Nauðsynlegt er að bæta kjör hjúkrunarfræðinga myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Yfirvinnubanni ekki frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband