Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Missa 200 vinnuna við yfirtöku Kaupþings á Spron
Búist er við því að Fjármálaeftirlitið samþykki yfirtöku Kaupþings á SPRON innan tíðar. Enn er nokkurri óvissu háð hvort Samkeppniseftirlitið samþykkir yfirtökuna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun starfsmönnum Kaupþings og SPRON fækka um 150 til 200 manns, í kjölfar yfirtökunnar, verði hún á annað borð samþykkt, líkast til nær 200.
Samkvæmt sömu heimildum er líklegt að meirihluti þeirra starfsmanna sem sagt verður upp, verði úr röðum starfsmanna SPRON.
Hjá SPRON starfa um 250 manns, um 75 eru starfandi í útibúunum en um 175 starfsmenn starfa í höfuðstöðvum sparisjóðsins. Að mati sérfróðra er um mikla yfirmönnun að ræða í höfuðstöðvunum og því viðbúið að þeir sem fyrstir munu sjá uppsagnarbréf verði úr höfuðstöðvum SPRON við Ármúla og þá einkum úr stoðdeildum SPRON, sem eru þrjár talsins, sem í kjölfar yfirtökunnar munu renna saman við stoðdeildir Kaupþings, svo og af ólíkum afkomusviðum SPRON sem eru sex talsins.
Ekki er búist við að mikil fækkun verði meðal starfsmanna útibúa SPRON, sem margir eiga jafnvel margra áratuga starfsferil að baki.
(mbl.is)
Þessi mikjla fækkun starfsfólks,sem rætt er um,er mjög tilfinnanleg,ef af verður.Alls staðar í þjóðfélaginu er nú samdráttur og uppsagnir starfsfólks.Miklar uppsagnir eru í byggingaraðnaðinum og einnig er byrjuð fækkun í fjármálageiranum. Bankar verða að skera niður ef þeir ætla að komast út úr öldudalnum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:40 | Facebook
Athugasemdir
"Verðmætasköpunin " sem fólst í hinum gríðarlega lánsfjárinnflutningi og leiddi af sér allt að 26% viðskiptahalla þegar mest lét- reyndist ekki hafa burðuga fætur.
Auðvitað leiddi þetta til gríðarlegs vöxts í öllu bankakerfinu , en undirstaðan var enginn...
Bankar eins og aðrir verða að sníða sér stakk eftir vexti- nú rennur offitan fljótt af.
Nú er mikilvægast að hefja mikla sókn til raunverulegrar verðmætasköpunar og auka útflutninginn- það eitt bætir lífskjörin í landinu ...
Sævar Helgason, 22.7.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.