Eru efnahagsleg tækifæri mest á Íslandi

Grískur hagfræðingur við háskólann á Long Island hefur gert könnun á efnahagslegum tækifærum og lífsgæðum í ýmsum löndum  heims. Niðurstaðan var sú,að Ísland lenti í 1.sæti.Ísland kom best út í heildina en var þó aðeins í 1.sæti í einum flokki könnunarinnar,þe.varðandi öryggi á vinnuastöðum.Í flokknum  hvar er auðveldast að stunda viðskipti lenti Ísland í 12.sæti.Ekki kemur fram hvenær könnun þessi var gerð en hætt er við því,að efnahagsleg tækifæri á Íslandi séu ekki eins góð  í dag og þegar  könnunin var gerð.Það er alger forsenda fyrir góðum efnahagslegum tækifærum að það ríki efnahagslegur stöðugleiki .Hann ríkir ekki í dag. Stöðugar sveiflur á genginu,gengishrun krónunnar og miklar hækkanir á vöruverði og ekki síst eldsneyti  gera ekki efnahagsumhverfið gott.  

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband