Álagðir tekjuskattar og útsvar nema 213 milljörðum,hækka um 15%

  • Lokið er álagningu opinberra gjalda og geta menn nú farið inn á netið og séð sína álagningu.Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um álagninguna:
  • Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 213,6 milljörðum króna og hækkar um 15,1% frá fyrra ári. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
  • Almennan tekjuskatt, samtals 86,4 milljarða króna, greiða 178.270 einstaklingar, eða 67% framteljenda og hefur það hlutfall lækkað nokkuð frá fyrra ári. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 3,8 % milli ára meðan tekjuskattstofninn hækkaði um 10,5% á hvern framteljanda að meðaltali. Þetta stafar af lækkun skatthlutfallsins úr 23,75% í 22,75% í upphafi árs 2007, auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 10,75%.
  • Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 101,9 milljörðum króna og hækkar um 16,8% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 256.777 og fjölgar um 4,4% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 11,8% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki. Hækkunin hefur aldrei áður orðið jafn mikil að óbreyttri útsvarsprósentu.
  • Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 25,3 milljörðum króna og hækkar um tæplega 55% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 99 þúsund og fjölgar um rúmlega 6% milli ára. Söluhagnaður skýrir 58% af skattstofni fjármagnstekjuskatts en arður og vaxtatekjur tæpan fimmtung hvor liður. Hlutur fjármagnstekjuskatts af tekjusköttum einstaklinga til ríkissjóðs jókst verulega og nam 22,6% en hlutfallið var 16,6% í fyrra.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband