Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í júní
Í júní mánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,4 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,1 milljarð króna fob. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í júní 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða króna á sama gengi.
Fyrstu sex mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 206,8 milljarða króna en inn fyrir 231,2 milljarða króna. Hallinn á vöruskiptunum við útlönd nam 24,4 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 50 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 25,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Þetta er ánægjulegur viðsnúningur. Vonandi er þetta upphafið að því að efnahagsmálin lagist hjá okkur. Fyrsta skilyrði þess,að við náum tökum á efnahagsmálum okkar er að við hættum að eyða um efni fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.