Fimmtudagur, 31. júlí 2008
471 sagt upp í hópuppsögnum
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur um 471 starfsmanni verið sagt upp í fjöldauppsögnum í júní og júlí. Í fréttum í gær kom fram að 57 starfsmönnum Ræsis var sagt upp sem og 57 starfsmönnum hjá leikfangaverslunum Just 4 Kids.
Þrátt fyrir að veðrið leiki við landsmenn þessa dagana er fullt af fólki sem hefur misst vinnuna það sem af er sumri. Í júní var tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá þremur fyrirtækjum. Hjá byggingarfélaginu Byggt var 27 starfsmönnum sagt upp, 207 var sagt upp hjá Icelandair og flugþjónustan sagði upp 70-75 manns.
Nú í júlí hafa komið inn á borð til vinnumálastofnunar uppsagnir hjá Ræsi og Mest. 57 starfsmönnum var sagt upp hjá Ræsi og á bilinu 60-80 hjá Mest. Þá kom fram í fréttum Sjónvarps í gær að 57 starfsmönnum var sagt upp í tveimur verslunum Just 4 kids, sem opnuðu fyrir rúmlega átta mánuðum.
Þessar miklu uppsagnir eru tl marks um niðursveifluna ög samdráttinn í þjóðfélaginu.Það er byrjað að sverfa mjög að hjá mörgum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.