Ólafur Ragnar tekur við embætti forseta á morgun

Svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð á morgun vegna innsetningar í embætti forseta Íslands. Um er að ræða Kirkjutorg við Skólabrú, Templarasund við Vonarstræti og Kirkjustræti við Pósthússtræti.

Lögreglan vill benda vegfarendum góðfúslega á að finna sér aðrar leiðir. Þeir sem hyggjast nýta sér bílastæði í miðborginni eru sömuleiðis beðnir að hafa þetta hugfast svo komast megi hjá óþægindum.

(mbl.is)

Með embættistöku forseta á morgun hefst fjórða kjörtímabil hans.Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel sem forseti. Það eina sem skyggir á er,að hann skuli fara  á opnunarhátíð olympíuleikanna í Peking  á sama tíma og Kínastjórn fremur gróf mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Götum lokað vegna embættistöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Ég er hjartanlega sammála þér Björgvin. Ólafur hefur verið góður forseti fyrir þjóðina.  En það er leitt til þess að vita að hann skuli verða gestur gestur Kínastjórnar við opnunarhátíðina.

Hafði gaman af að hlusta á P4 í dag þar sem gantast var með að Kínverjar ættu heimsmet í 800m "sensur" og myndu örugglega setja nýtt Ólympíumet í greininni líka.

En það hjálpar lítið ef aðeins brot af þjóðarleiðtogum veraldarinnar nennir ekki að njóta gestrisni mannréttindanauðgaranna í "alþýðulýðveldinu" mikla. Verð að vðurkenna að mér finnst það dálítið undarlegt að leiðtogar hins lýðfrjálsa heims skuli ekki hafna heimboði óþokkanna í Kína.  

Dunni, 31.7.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband