Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Mjólkin ódýr hér á landi
Óvíða í Vestur-Evrópu er nýmjólk jafnódýr og á Íslandi. Í Danmörku kostar nýmjólk um 150 kr. lítrinn og í Noregi kostar hann nálægt 200 kr. Hér á landi er mjólkurlítrinn seldur á um 90 kr.
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að verð á mjólk hafi lengi verið í lægri kantinum hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Eftir að gengi krónunnar féll í vor hafi verðmunur á mjólk hér á landi og í nágrannalöndunum aukist enn. Mjólkurverð núna sé t.d. tvöfalt hærra í Noregi en hér.
Opinber verðlagning er á mjólk hér á landi og hefur það sjónarmið verið ráðandi í verðlagsnefnd búvara að halda eigi verði á nýmjólk lágri. Baldur Helgi segir að verð á flestum unnum mjólkurvörum sé frjálst og þær vörur séu almennt hærra verðlagðar. Samanburðurinn milli landa sé ekki eins hagstæður fyrir Íslandi á þessum vörum. Hann segir að horft til framtíðar sé skynsamlegra að fylgja svipaðri stefnu og nágrannalöndin sem séu með hærra verð á nýmjólk en lægra verð á ferskum mjólkurvörum.
Baldur Helgi bendir á að þegar frelsi í viðskiptum með búvörur aukist verði mestur innflutningur á unnum mjólkurvörum. Það sé því rökrétt að reyna að halda verði á þeim samkeppnishæfu sem myndi þýða að verð á nýmjólk myndi hækka.
» Árið 2006 var gerður samanburður á verði matvæla hér á landi og í Evrópusambandinu. Niðurstaðan var að matur og drykkjarvörur væru 64% dýrari á Íslandi en í ESB. Mjólkurvörur voru 49% dýrari.
» Í vor felli gengi krónnunar um 40% og matarverð í Evrópu hefur auk þess hækkað. Munur á verðlagi á Íslandi og landa Evrópusambandsins hefur því minnkað verulega (mbl.is).
Það er athyglisvert ,að mjólkin er tvöfalt dýrari í Noregi en hér og ef til vill er mjólkin ódýrust hér á landi. Matvæli almennt eru hins vegar mjög dýr hér á landi.Nú hefur það bætst við,að kaupið hefur verið fellt með gengishruni krónunnar.Í raun er gengislækkun ekkert annað en kauplækkun.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Er ódýrasta mjólkin á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.