REI áfram í útrás

Vonast er til að þverpólitísk sátt náist um framtíð Reykjavík Energy Invest (REI) meðal borgarfulltrúa. Stjórn fyrirtækisins hefur unnið að mótun nýrrar stefnu síðan í mars, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Stefnumótunarvinnan tók mið af REI-skýrslunni, sem unnin var af þverpólitískum stýrihópi undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Markmiðið var að ná einnig pólitískri sátt um framtíð REI í borgarstjórn, eins og tókst í stýrihópnum.

Sú hugmynd varð ofan á að stofna opinn fjárfestingarsjóð um verkefnið REI, sem fjárfestum verði boðið að kaupa hlut í á jafnræðisgrundvelli. Sjóðnum verði síðan ætlað að fjármagna verkefnið REI.

Kosturinn við það er álitinn sá að ekki sé verið að taka meiri fjármuni út úr OR, en helsta gagnrýnin síðastliðið haust beindist að því að verið væri að taka áhættu með almannafé. Þá þykir jákvætt að útboðið verði opið öllum fjárfestum.(mbl.is)

Þetta mál varð meirihluta íhaldsins og Björns Inga að falli. Ágreiningur innan íhaldsins um Rei og mikil sundrung varð til þess að Björn Ingi sagði skilið við íhaldið og gekk til samstarfs við "vinstri flokkana".Nú virðast þeir Sjálfstæðismenn sem voru andvígir útrás vera bunir að fallast á hana. Mér líst vel á þessa niðurstöðu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Orkuveitan áfram í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því. Þetta væri afar góð niðurstaða. Það er greinilegt að Kjartan Magnússon hefur ekki setið aðgerðalaus í REI í sumar. Flott hjá honum að ná samstöðu allra flokka um málið! Svona eiga menn að vinna í pólitík, í stað þess að vera með sífelld upphlaup og eiginhagsmunapot.

NN (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband