Ólafur F.segist hafa orðið fyrir einelti!

Ólafur F. Magnússon fráfarandi borgarstjóri kom í Ráðhús Reykjavíkur laust fyrir klukkan tvö, í fyrsta sinn eftir að uppúr samstarfi hans og Sjálfstæðismanna slitnaði. Hann segist hafa verið gabbaður og notaður af Sjálfstæðisflokknum og það ekki í fyrsta sinn.

Hann segir að sér hafi orðið ljóst að samstarfið væri komið að endimörkum þegar Sjálfstæðismenn hafi farið á taugum yfir vondri útkomu í skoðanakönnun. Það hafi þó ekki hvarflað að honum að gefast upp. Hann segist staðráðinn í því að vinna áfram að borgarmálum. Mótlætið hafi hert hann. Hann segist hafa verið notaður af Sjálfstæðismönnum til að fella Tjarnarkvartettinn, en það sé ekki í fyrsta sinn sem hann sé svikinn af Sjálfstæðismönnum.
Hann segist hafa orðið fyrir skipulegu einelti í borgarstjóratíð sinni og hann óski sér þess að slíkt verði aldrei endurtekið í stjórnmálasögunni.( mbl.is)

Það tók Ólaf nokkuð langan tíma að sjá hvað vakti fyrir Sjálfstæðismönnum með hann.Hann var varaður við og Dagur B. Eggertssin sagði strax,að  íhaldið væri aðeins að nota Ólaf og gabba. Það er alvarlegt,að Ólafi skuli finnast að hann hafi orðið fyrir einelti. Það getur að vísu verið erfitt fyrir stjórnmálamenn,að greina hvenær þeir verði fyrir einelti og hvernig þeir sæti eðlilegri gagnrýni og árásum. Að vísu fannst mér fjölmiðlamenn nokkuð aðgangsharðir við Ólaf,einkum RÚV.Þeir eru ekki svo harðir við ráðherrana i dag. Að vísu  varð Guðmundur Árni fyrir miklum árásum fjölmiðla þegar hann var ráðherra,nokkurs konar einelti og segja má,að fjölmiðlarnir hafi hrakið hann úr embætti fyrir engar sakir.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er enn í fersku minni með Guðmund Árna. Hann var að mig minnir félagsmálaráðherra og gerði marga góða hluti. Fjölmiðlar réðust á hann með því líkum látum. Ég man sumt sem maður las, það var sagt frá í æsifréttastíl en ef maður hugsaði, þá var ekkert að því sem hann gerði. T.d. man ég eftir að hann hlutaðist til um að koma í útleigu íbúð í eigu Hafnarfjarðarbæjar, sem var í Breiðholti, sem Hfj. hafði tekið upp í skul, hann kom henni í leigu fyrir 30þús og það ætlaði allt vitlaust að verða. En málið var á þessum tíma, þá var í raun mjög erfitt að leigja út húsnæði svo mér fannst Guðmundur Árni hafa gert mikið góðverk.

Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Heidi Strand

Þetta með einelti er alveg rétt hjá honum.

Heidi Strand, 15.8.2008 kl. 17:04

3 identicon

Nú skil ég ekki alveg hvað vakir fyrir þér með þessu bloggi þínu; að endursegja það sem öllum mátti vera ljóst, sem á annað borð fylgjast með fjölmiðlum.  Eða er það svo að það eru bloggarar þarna úti sem ekki fylgjast með fréttum, en lesa bara bloggið þitt??

Eftir að hafa fylgst með sjónvarpinu í kvöld, finnst mér næstum því að menn ættu að fara varlega með umfjöllun um Ólaf F. Magnússon.  Þar virðist mér ekki vera heilsugóður maður á ferð, með titrandi fingur og hvíta hnúa.  Ég held að liturinn í sjónvarpsviðtækinu hjá mér sé í lagi.  Enda var sagt á Stöð 2 að hann hefði átt að mæta þar, en væri forfallaður vegna "flensu eða einhvers".

Varðandi þetta með "eineltið" og aðgangshörku fjölmiðla.  Ég er nokkuð viss um að stjórnmálamenn nútímans vildu gjarnan hafa það eins og var á þínum tíma, þegar þið fóruð ekki í viðtöl öðruvísi en að vita fyrirfram um hvað spurt var!  Og Guðmundur Árni gerði vissulega mistök í starfi, en axlaði ábyrgð og er alltaf maður að meiri fyrir bragðið í mínum augum, "helblás" íhaldsmanns úr Hafnarfirði.  Ég fer samt ekkert ofan af því að aðalleikarinn í embættismissi Guðmundar Árna var Jón Baldvin Hannibalsson.

Ég þykist vita að þú ert mikill áhugamaður um framgang Tjarnarkvartettsins heitins og hvað þeir "koma hreint og beint" til verks; afsegjandi öllum klækjum og þvílíku í stjórnmálum.  Hvað finnst þér þá um upplýsingar Óskars Bergssonar um að VG og Samfó hafi á fundi í gærmorgn reynt að fá hann til að fara á fund Ólafs F. og ljúga því að honum að Framsókn færi aldrei með Sjálfstæðisflokki í borgarsjtjórn aftur og best væri því að hann (Ólafur F.) stigi út af leikvellinum og hleypti ómenguðum Tjarnarkvarettinum upp á sviðið?? Eru þetta ekki klækjstjórnmál??

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þegar íhaldið missti meirihlutann í borgarstjórn 1978 eftir meira en hálfrar aldar völd vorum við forustumenn minnihlutaflokkanna ( sem komnir voru   meirihluta) kallaðir í sjónvarpið í viðtal.Við fengum engar spurningar fyrirfram en þeir  sem eru pólitík verða að geta sér þess til hvað rætt er um.Það hefur því engin breyting orðið að þessu leyti, Það sem r breytst  er það,að   á mínum tíma voru samningar  haldnir en ekki í dag.

Björgvin Guðmundsson, 16.8.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband