Hvað vakir fyrir Guðna?

Hvað vakir fyrir Guðna með því að blanda sér í myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur? Fyrir liggur,að þeir Geir Haarde og Guðni Ágústsson töluðu saman um meirihlutann.Og svo virðist,sem samkomulag hafi verið komið áður en Óskar Bergsson tók þátt í viðræðunum við Hönnu Birnu. Sú spurning hlýtur að  vakna hvort Guðni Ágústsson hafi beitt  áhrifum sínum í borginni með það að markmiði að ná fram sama stjórnarmynstri í ríkisstjórn,jafnvel með aðkomu  þingmanna frjálslyndra. Var það hugmyndin? Þannig spyr Björn Ingi Hrafnsson,fyrrverandi borgarfulltrúi    Framsóknar í forustugrein í Fréttablaðinu í dag. Þetta er athyglisverð spurning. Hún á rétt á sér vegna þess,að það er lítil skynsemi í þvi fyrir Framsókn í borgarstjórn með 2% fylgi í síðustu könnun   að leggja sig undir íhaldið.Gamla kenningin var sú að völd færðu atkvæði en það er ekki einhlýtt lengur. Margir  telja,að Framsókn í borgarstjórn sé að fremja pólitískt sjálfsmorð með því að gerast hækja íhaldsins eftir það sem á undan er gengið.
Guðni gengur ef til vill með það í maganum að verða ráðherra hjá Geir Haarde. En ef svo er hefur hann lítið lært. Framsókn þarf að byggja sig upp í stjórnarandastöðu. Ef hún  ætlar að endurtaka gömlu mistökin og skríða upp í hjá íhaldinu við fyrsta tækifæri þá er hún heillum horfin.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband