Obama orðinn forsetaefni demokrata

Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu sem forsetaefni flokksins á landsþingi í Denver í Colorado í nótt.

Obama ávarpaði um 75.000 stuðningsmenn og hét því í ræðu sinni að hann myndi snúa við niðursveiflu í bandarískum efnahagsmálum verði hann kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. 

Ennfremur lofaði hann að bæta ímynd Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi og fullyrti að hann myndi kalla bandaríska hermenn heim frá Írak verði hann kjörinn. 

Þá gagnrýndi Obama ríkisstjórn George W. Bush, forseta, og keppinaut sinn John McCain, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Sagði hann McCain ekki hafa náð tengslum við hinn venjulega Bandaríkjamann, og að hann hafi ekki lagt nóga áherslu á efnahagsmál, heilbrigðismál, og menntun.

Obama er fyrsti blökkumaðurinn sem hlýtur útnefningu sem forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum.(mbl.is)

Ræða Obama var mjög sterk. Hann lagði mikla áherslu á jafnrétti og lofaði að veita öllum jöfn tækifæri.Mc.Cain hefur verið að leggja áherslu á að Obama væri ekki tilbúinn  til þess að taka við forsetaembættinu,hann skorti reynslu.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

E
I

mbl.is Obama fellst á útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband