Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Hið opinbera reisi hjúkrunarheimili,ekki einkaaðilar
Ríkið hefur samið áætlun um byggingu 400 hjúkrunarrýma.Eiga flest þeirra að vera tilbúin 2010 en 44 (í Kópavogi) verða tilbúin 2009.Meðal þessara hjúkrunarrýma eru 110 í Reykjavík,sem verða tilbúin 2010.Auk þess verður fjölgað einbýlum á hjúkrunarheimilum,sem fyrir eru og stefnt að því,að allir geti verið á einbýli,sem það kjósa.
Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er 17 milljarðar,sem dreifist á 25 ár.Ástæðan fyrir því,að þetta dreifist á svo langan tíma er sú,að ætlunin er láta einkaaðila byggja verulegan hluta af þessum hjúkrunarrýmum og að ríkið muni síðan leigja hjúkrunarrýmið af einkaaðilum.Verulegur hluti kostnaðar ríkisins verður því í formi leigugreiðslna auk stofnkostnaðar vegna þess rýmis,sem ríkið reisir sjálft.
Óskilanlegt er hvers vegna ríkið vill fara á út á þá braut að láta einkaaðila reisa hjúkrunarheimili.Opinberir aðilar hafa fram að þessu getað byggt hjúkrunarheimli. Ríkissjóður stendur vel og undanfarin ár hefur verið góðæri í landinu.Ríki og sveitarfélög eiga því að geta byggt hjúkrunarheimili ekki síður en áður þegar erfiðara árferði var. Það er óþarfi að láta einkaaðila braska með hjúkrunarheimili og reyna að græða á þeim.Ég er viss um,að það verður dýrara fyrir hið opinbera að leigja heldur en að byggja sjálft og eiga húsnæðið..Ég skora
á félags-og tryggingamálaráðherra að endurskoða áætlanir um að láta einkaaðila byggja hjúkrunarheimili..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.