Hið opinbera reisi hjúkrunarheimili,ekki einkaaðilar

Ríkið hefur  samið  áætlun um byggingu 400 hjúkrunarrýma.Eiga flest þeirra að vera tilbúin  2010 en  44 (í Kópavogi) verða tilbúin  2009.Meðal þessara  hjúkrunarrýma eru 110 í Reykjavík,sem verða tilbúin  2010.Auk þess verður fjölgað einbýlum á hjúkrunarheimilum,sem fyrir eru og stefnt að því,að allir geti verið á einbýli,sem það kjósa.
Áætlaður kostnaður  við þessar framkvæmdir er 17 milljarðar,sem dreifist á 25 ár.Ástæðan fyrir því,að þetta dreifist á svo langan tíma er sú,að ætlunin er láta einkaaðila byggja verulegan hluta af þessum hjúkrunarrýmum og  að ríkið muni síðan leigja  hjúkrunarrýmið af einkaaðilum.Verulegur hluti  kostnaðar ríkisins verður því í formi leigugreiðslna auk stofnkostnaðar vegna þess rýmis,sem ríkið reisir sjálft.
Óskilanlegt er hvers vegna  ríkið vill fara á út  á þá braut að láta einkaaðila reisa hjúkrunarheimili.Opinberir aðilar hafa fram að þessu getað byggt hjúkrunarheimli. Ríkissjóður stendur vel og undanfarin ár hefur  verið góðæri í landinu.Ríki og sveitarfélög eiga því að geta byggt hjúkrunarheimili ekki síður en áður þegar  erfiðara árferði var. Það er óþarfi að láta einkaaðila braska með hjúkrunarheimili og reyna að græða á þeim.Ég er viss um,að það verður dýrara fyrir hið opinbera að leigja heldur en að byggja  sjálft og eiga húsnæðið..Ég skora
á  félags-og tryggingamálaráðherra að endurskoða áætlanir um að láta einkaaðila byggja hjúkrunarheimili..
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband