Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Íslendingar eru gjafmildir.Söfnuðu fyrir skóla í Jemen
Markaðurinn verður einnig starfræktur í Perlunni á morgun milli klukkan 12 og 17:00.
Allur ágóði af sölunni rennur til uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins. Jóhanna Kristjónsdóttir er driffjöður verkefnisins. Undanfarin þrjú ár hefur Fatimusjóður Jóhönnu styrkt börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til að komast í skóla með árlegu framlagi. Áhugasamir stuðningsforeldrar hafa lagt verkefninu lið frá upphafi og styrkja íslenskar fjölskyldur nú 126 börn til náms.(mbl.is)
Þetta er frábært framtak.Hér hafa Íslendingar enn einu sinni sýnt,að þeir eru gjafmildir og vilja styðja góð málefni innan lands sem erlendis.Ég er mjög hrifinn af þessu framtaki og tel,að konurnar sem beittu sér fyrur söfnuninni eigi þakkir skilið.
Björgvin Guðmundsson
Skólinn er í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin,
Ég vil gjarnan gerast styrktaraðili og styðja stúlku (stúlkur) í Jemen og taka með því þátt í því góða starfi sem Fatímusjóður stendur að þar.
Ég vil helst gerast styrktaraðili með því að greiða fastar mánaðargreiðslur. Getur þú vinsamlegst sagt mér hvert ég á að snúa mér (finn þetta ekki á netinu - a.m.k. ekki svona í fljótheitum).
Með kveðju,
Ragnheiður Hraffnkelsdóttir
Ragnheiður Hrafnkelsdottir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:04
Það voru þrjár konur,sem voru í fyrirsvari fyrir söfnuninni,þær Jóhanna Kristjónsdóttir,Sólveig Pétursdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir hjá menntamálaráðuneytinu.
Með kveðji
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 22:54
Ragnheiður, Þú getur haft samband við Jóhönnu (jemen@simnet.is) og kíkt á heimasíðu hennar http://johannaferdir.blogspot.com - þar hefur þú allar upplýsingar til að styrkja stúlku, m.a. lista af þeim krökkum sem við styrkjum nú þegar (132 alls). Það er VIMA (vináttu- og menningafélag Miðausturlanda) sem hefur haft veg og vanda af Perlumarkaðnum ásamt aðgerðahóp svokölluðum, með Ásdísi Höllu Bragadóttur og Rannveig Guðmundsdóttur í forsprakki - en það voru svo ótrúlega margir, bæði frægir og óþekktir (!) sem lögðu hönd á plóginn til að gera þetta mögulegt að það var aðdáunarvert.
Dominique
Dominique (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.