Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar
Samkvæmt auglýsingunni hefur forstjórinn það hlutverk, að framfylgja stefnu stjórnar Landsvirkjunar og gæta hagsmuna fyrirtækisins í hvívetna.
Gerðar eru kröfur til umsækjenda um háskólamenntun, sem nýtist í starfi, stjórnunar- og rekstarreynslu, yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu á sviði fjármála, framúrskarandi samskiptahæfni og góðrar tungumálakunnáttu. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.
Umsóknarfrestur er til 12. september.(mbl.is)
Friðrik hefur gegnt starfi forstjóra Landsvirkjunar vel.Hann fór úr starfi fjármálaráðherra í það embætti og hefði mártt búaat við að einhver ófriður yrði um hann í hinu nýja embætti en svo varð ekki. Hann hefur verið farsæll í starfi.Friðrik ætlar nú að slaka á þegar hann verður 65 ára.Kona hans,Sigríður Dúna, er að taka við embætti sendiherra Íslands í Osló og Friðrik ætlar að vera þar með konu sinni.Þeim er óskað velfarnaðar.
Björgvin Guðmundsson
Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.