Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis ekki sáttur

Stjórnarformaður Glitnis er hundfull út í ríkisvaldið og segir að vel hefði verið hægt að fara aðra leið til að bjarga bankanum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir kaup ríkisins ekki endilega endanlega niðurstöðu. Það sé á valdi hluthafanna að ákveða hvað verði gert á hluthafafundi. Ef betra boð í hlutabréf bankans komi þá verði farið yfir það.

Aðspurður hvort hann teldi ríkisvaldið hafa stungið Glitnismenn í bakið sagðist Þorsteinn ekki sáttur. Það hefði verið hægt að fá betri möguleika hefðu menn haft aðeins lengri tíma. Þá sagði hann það hafa skipt máli ef Seðlabanki Íslands hefði náð gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna. Það hefði auðveldað fjármögnun bankans.

Þorsteinn Már segist telja að þjóðnýting Glitnis hafi neikvæð áhrif á viðskiptalífið í heild sinni. Sagðist hann fremur telja að ríkið hefði fremur átt að kaupa 50 prósenta hlut en 75 prósent.(visis.is)

Eðlilegt er,að hluthafar séu óánægðir með að tapa 2/3 af hlut sínum í bankanum.En spurning er samt h vort þetta var ekki það eina,sem unnt var að gera í stöðunni. Vitað er,að Glitnir hefði heldur viljað fá lán frá Seðlabankanum eða ríkinu. En það var ekki í boði.

 

Björgvin Guðmundsson




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband