Stefnir í einn ríkisbanka?

Uppstokkun bankakerfisins hér stendur nú fyrir dyrum.Þegar er ljóst,að Landsbankinn og Glitnir munu ekki starfa áfram í óbreyttri mynd. Í stað þeirra kemur  einn eða tveir  ríkisbankar,ef til vill með einhverju einkafjármagni.Meiri spurning er hvað verður um Kaupþing. Sá banki stendur einna best en þó er strax farið að halla undan fæti fyrir dótturfyrirtækjum  hans erlendis.Sumir spá því að myndaður verði einn ríkisbanki í stað  gömlu bankanna þriggja.Alla vega er ljóst,að íslenska bankakerfið mun minnka og  erlenda starfsemin verður skorin af hjá Glitni og Landsbanka og ef til vill hjá Kaupþingi líka.Síðan mun rísa innlendur banki,1 eða tveir,sem eingöngu verður ( verða) sniðinn að íslenskum aðstæðum. Bankakerfið verður þá líkt og það var áður en einkavæðingin átti sér stað.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband