Guðjón Arnar:Lífeyrissjóðir skerði ekki tryggingabætur

Guðjón Arnar formaður Frjálslynda flokksins mælti fyrir frv. á alþingi í dag um að tekjur úr lífeyrissjóði skerði ekki tryggingabætur aldraðra og öryrkja.Hann leggur til,að sett verði frítekjumark  fyrir tekjur úr lífeyrissjóði,50 þús. á mánuði frá næstu áramótum og hækkað í 100 þús frá 1.jan. 2010.

Frá næstu áramótum munu tekjur vegna séreigna lífeyrissparnaðar ekki skerða tryggingabætur.Er það undarlegt,að tekjur úr lífeyrissjóðum,sem starfræktir hafa verið áratugum saman skuli skerða tryggingabætur en ekki séreignalífeyrissparnaður. Þetta verður að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband