Vestræn ríki hafa brugðist Íslandi

Seðlabankar vestrænna ríkja,annarra en Norðurlandanna, hafa brugðist Íslandi í frjármálakreppunni.Seðlabanki Bandaríkjanna neitaði Íslandi um lán en veitti hinum Norðurlöndunum slíka fyrirgreiðslu.Seðlabanki Bretlands hefur ekki veitt Íslandi neitt lán.Í staðinn hreytir breski forsætisráðherrann ónotum í Íslendinga og beitir hryðjuverkalögum gegn þeim! Seðlabanki Evrópu hefur enga aðstoð veitt.Hann hjálpar aðeins þeim,sem eru í ESB. .Rússar hafa hins vegar tekið vel í að veita Íslandi stórt gjaldeyrislán.Þeir reynast vinir í raun. Ísland  hefur átt gott viðskiptasamstarf við Rússland og Sovetríkin áður
.Norðmenn hafa að vísu verið mjög jákvæðir í samtölum við íslenska ráðamenn. Ísland gerði gjaldmiðlaskiptasamning við Noreg,Svíþjóð og Danmörku en þar er um tiltölulega litlar upphæðir að ræða. Noregur á það digran olíusjóð,að landið færi létt með að veita Íslandi stórt gjaldeyrislán en ekki hefur verið eftir því leitað.Sennilegast er að Ísland leiti aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,IMF. Við erum stofnaðilar sjóðsins og eigum rétt á fyrirgreisðlu þar.Því fylgja einhver skilyrði en varla svo ströng,að Ísland geti ekki sætt við við þau.En ég tel,að Bandaríkin og Bretland hafi algerlega brugðist okkur.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þig grunar ekki að eitthvað búi á baki annað eg góðmennska ?

Við skulum sjá til hvort skilyrði fyrir láninu verði ekki gerð að ríkisleyndarmáli eins og NATO samningurinn.

Fransman (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband