Björgólfur G.: Þjóðnýting Glitnis setti bankana á hausinn

Mikið viðtal birtist við Björgólf Guðmundsson,fyrrv. bankaráðsformann Landsbankans í Mbl.Þar segir svo m.a.: ..þegar Glitnir var tekinn,þá voru allar lánalínur og öll bankasambönd í einu vetfangi rifin af okkur Íslendingum.Þá gátum við ekki lifað   lengur.Sú aðgerð ein  og sér er sú hættulegasta og skaðlegasta,sem framin hefur verið  gagnvart íslensku þjóðfélagi".

Margir sérfræðingar um bankarekstur hafa haldið því fram áður,að þjóðnýting Glitnis  hafi gert meiri skaða en gagn,.þar eð sú ráðstöfun hafi skapað svo mikla tortryggni erlendis  gegn Íslandi,að  erlendir bankar hafi talið að íslensku bankarnir væru að komast í þrot. Strax eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi gengi krónunnar og samkvæmt upplýsingum Björgólfs lokuðust allar lánalínur til Íslands. En við það komust bankarnir hér í þrot. Björgólfur er hér að tala um ráðstöfun formanns bankastjórnar Seðlabankans,Davíðs Oddssonar. En það var einmitt Davíð sem afhenti Björgólfi Landsbankann á silfurfati þegar bankinn var einkavæddur!

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband