Kapitalisminn er dauður

Kapitalisminn er dauður  sagði Jón Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar í þættinum  Í vikulokin á RUV í morgun.Hann tók sterkt til orða  af manni,sem hefur aðhyllst auðvaldsskipulag.Ég er að mestu leyti sammmála honum.Ég mundi segja,að aðvaldskipulagið,markaðsskipulagið hafi brugðist.Það var skoðun Bush Bandaríkjaforseta þegar hann lét bandaríska ríkið leggja  óhemju háa fjárhæð   fram til þess að reisa bandaríska fjármálakerfið við.

Íslendingar hafa eins og Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir  fallið fram og dásamað  markaðskerfið og þeir létu það afskiptalaust. Bankarnir voru efirlitslausir. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit brugðust eftirlitsskyldu sinni.Umsvif bankanna voru orðin 12-föld þjóðarframleiðsla en Seðlabankinn gerði ekkert í málinu.Seðlabankinn segist hafa varað menn við.Þegar eldur kemur upp í húsi er ekki nóg að slökkviliðið sendi viðvörun til borgarstjóra og segi það er eldur. Nei slökkviliðið ræðst gegn eldinum og slökkvir hann. Hið sama átti Seðlabankinn að gera. Hann átti að stöðva útþenslu bankanna. Hann átti að stöðva óhóflegar lántökur bankanna erlendis.Þegar bankakerfið var komið í sömu umsvif og þjóðarbúið átti að stöðva frekari útþensku bankanna.Þá var auðvelt að eiga við málið. Það átti ekki að bíða eftir því að umsvif bankanna yrðu margföld þjóðarframleiðslan.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband