Ingibjörg Sólrún vill nýja yfirstjórn Seðlabanka og endurskoðun afstöðu til ESB

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnnar vék að því á Alþingi í morgun að samkvæmt stjórnarsáttmála gæti staðan í Evrópumálunum tekið breytingum í samræmi við endirskoðað hagsmunamat. 

Menn yrðu að læra að reynslunni og viðurkenna að perningamálastefnan hefði gengið sér til húðar. Ný stefna ætti að byggja á stöðugum gjaldmiðli og faglegri yfirstjórn Seðlabankans sem nyti trausts heima og erlendis.

Mikill meirihluti þjóðarinnar telji nú að þjóðin eigi að ganga í ESB og taka upp evru.(mbl.is)

Stefna Samfylkingarinnar er skýr í málum Seðlabanka og ESB. Samfylkingin vill faglega yfirstjórn bankans og Samfylkingin vill taka upp evru og ganga í ESB. Samfylkingin vill,að  þegar samningaviðræðum er lokið verði niðurstaðan lögð undir þjóðaratkvæði.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Með fullri virðingu fyrir námi í Raungreinum þá segi ég að þessir spekulantar, sem nú eru allir sem einn á því,a ð ESB sé fyrirheitna landið, vor jafn sammála um, að þessir úrrásarvíkingar og ofurgæjar hefðu verið aðal töffararnir og gert hvað flottasta dílin.

Vonandi skilja menn, að þetta lið veit ekkert og skilur enn færra um hvað landi og þjoð er fyrir besu.

Innlent - fimmtudagur, 30. október, 2008 - 10:43

Upprifjun í T24: Dómnefnd hálærðra álitsgjafa sagði Icesave bestu viðskipti ársins 2007

icesave5.jpgDómnefnd þekktra íslenskra hagfræðinga, háskólakennara,  starfsmanna greiningardeilda, embættismanna og hagsmunavarða valdi um síðustu áramót Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins. Samtímis var Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi blaðsins, valinn viðskiptamaður ársins.

Vefritið T24 rifjar þetta upp og upplýsir hverjir álitsgjafarnir voru sem voru svona hrifnir af Icesave og FL-Group fyrir nokkrum mánuðum.

Dómnefndina skipuðu: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Auk Icesave og hlutafjáraukningar FL-Group valdi dómnefndin sölu Novators á búlgarska símanum BTC sem ein af þremur bestu viðskiptum ársins 2007.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband