Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Enex segir upp starfsfólki
Orkufyrirtæki Enex hefur sagt upp tæplega helmingi starfsmanna sinna. Þar störfuðu um 20 manns en níu fengu uppsagnarbréf nú um mánaðamótin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Þar var haft eftir Þór Gíslasyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að erfitt sé um vik í rekstrinum eftir fall krónunnar, þar sem helmingi minna fáist fyrir þær krónur sem fyrirtækið hefur til fjárfestinga. Auk þess sé mjög þröngt um lánsfé á markaði.
Þór reiknar með að Enex haldi yfirstandandi verkefnum sínum áfram. Enex hefur sérhæft sig í jarðvarma og vatnsaflsvirkjunum og starfar víða um heim. (mbl.is)
Þetta eru slæmar fréttir. Nú í kreppunni er einmitt nauðaynlegt að efla orkuútrásarfyrirtæki. Þekking okkar á jarðvarmavirkjunum getur hjálpað okkur úr úr kreppunni.Ég tel,að það eigi að efla orkufyrirtæki og auka útrás á sviði jarðvarmavirkjana.
Björgvin Guðmundsson'
Níu sagt upp hjá Enex | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.