Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Róttækar tillögur Gylfa Zoega og Jóns Danielssonar
Hagfræðingarnir Gylfi Zoega og Jón Danielsson settu fram róttækar og athyglisverðar tillögur til lausnar vanda atvinnulífs og heimila í þættinum Silfur Egils í dag. Þeir hafa áður skrifað greinar um málið.Í stuttu máli sagt er tillaga þeirra sú,að til þess að forða gjaldþroti heimila og því að fólk missi íbúðir sínar muni íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir eignast hluti í íbúðum fólks ( breyta skuldum í eignahluta).Þeir leggja síðan til,að svipuð leið verði farin til þess að bjarga fyrirtækjum frá gjaldþroti. Bankarnir eignist hluti í fyrirtækjum,þe. skuldum verði breytt í hlutafé. Þetta er vissulega róttæk hugmynd en mér líst vel á hana. Ef til vill er þetta hið eina sem getur bjargað heimilum og fyrirtækjum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.